Flokkar

 

Áratugur

Sókrates

Sókrates

Erró


  • Ár : 1968
  • Hæð : 34 cm
  • Breidd : 46.5 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Lakkmálverk

Í myndasyrpunni Skrímslin skeytti Erró saman frægum einstaklingum og alls kyns skrímslum sem þekkt eru úr bandarískum hryllingsmyndum. Hvert málverk sýnir tvö tvískipt andlit sem fela í sér bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Slík samsetning leiðir ekki einungis til afhelgunar á listaverkinu sem slíku, þar sem hún afhjúpar vinnsluferlið og handavinnuna að baki myndinni, heldur á fyrirmyndinni líka. Viðkomandi einstaklingur og ófreskjan eru tengd saman. Meinar Erró að mannveran sé í senn engill og djöfull, eða á hann öllu heldur við að opinberar myndir segi ekki alltaf sannleikann og að ekki megi treysta þeim fullkomlega? En segjum sem svo að Sókrates sé skrímsli. Til þess að renna stoðum undir þessa tilgátu er hægt að kynna sér sögubækur og goðsögnina um Sókrates. Hann gæti verið skrímsli í fleiri en einum skilningi, hann var svo ófríður að honum var líkt við satýr, hann var í augum sumra álitinn siðferðilega spilltur en í augum annarra var hann snillingur. En það fer ekki á milli mála að Sókrates er stjörnuheimspekingur eða það sem kallað er á frönsku „heilagt skrímsli“ (monstre sacré). Skrímsli er í raun það sem raskar eðlilegri reglu hlutanna á jákvæðan eða neikvæðan hátt.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann