Flokkar

 

Áratugur

Systurnar á Stapa

Systurnar á Stapa

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1948
  • Hæð : 100 cm
  • Breidd : 158 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Systurnar á Stapa sýnir systurnar Sigurborgu, Gullý og Kristínu Kristbjörnsdætur frá Arnarstapa á Snæfellsnesi. Kjarval hafði áður málað af þeim mynd sem nefnist Jöklablóm. Hann átti eftir að gera þriðju útgáfu verksins sem hefur titilinn Upprisan og lífið. Verkin þrjú sýna hvernig lifandi fyrirsætur breytast og þróast í meðförum Kjarvals og hann vinnur mynd eftir mynd af sama mótífinu, hverja á sinn hátt og ljáir þeim nýja merkingu. Í verkinu sem hér má sjá eru stúlkurnar birtar breiðleitar og hárprúðar. Þær eru með ýkta andlitsdrætti og línuteikningu í hárinu sem veitir ásýnd þeirra ójarðneskan, allt að því tröllslegan blæ.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann