Flokkar

 

Áratugur

Fýkur yfir hæðir

Fýkur yfir hæðir

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1933
  • Hæð : 95 cm
  • Breidd : 50 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett á Hallveigarstöðum við Túngötu. Myndina Fýkur yfir hæðir mótaði Ásmundur er hann bjó og starfaði í Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi á árunum 1931–33. Myndin sýnir konu með barn í fanginu. Í þessu verki einfaldar listamaðurinn manneskjuna í frumdrætti sína og leitast við að draga fram massann í verkinu, en jafnframt er svarað með mjúkri hreyfinu sem gengur í gegnum líkama konunnar. Efnisáferð er slétt og jöfn og er fyrst og fremst til að skilgreina formin og massann. Þó svo að listamaðurinn virði hlutföll mannslíkamans, er hvergi stefnt að sjónblekkingu og virkar því myndin táknrænt.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann