Flokkar

 

Áratugur

Náttúra

Náttúra

Borghildur Óskarsdóttir


  • Ár : 1998
  • Hæð : 150 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Umhverfislistaverk

Verkið er staðsett í fjörunni Grófum við Skerjafjörð. Verkið er ekki lengur sjáanlegt í fjörunni. Í verkinu er n-á-t-t-ú-r-a ritað með steinsteypustöfum í fjöruborðið, eins og hafið sjálft hafi verið merkt og sett til sýnis. Verkið er við fjölfarinn stíg meðfram sjónum en frá því að það var sett upp og til dagsins í dag hefur það smám saman verið að hverfa í sandinn. Ein af meginhugmyndum höggmyndarinnar í upphafi var að hún myndi standast tímans tönn. Höggmyndir sátu á háum á stöpli svo að áhorfandinn myndi horfa upp til verksins og verkin voru oft séð sem nánast eilíf. Verkið Náttúra er nú nánast horfið áhorfandanum en er orðið hluti af náttúrunni og því ekki úr vegi að kalla verkið umhverfislistaverk. Sjórinn lætur sig þetta allt litlu varða; flóð og fjara hafa sinn gang og eru stafirnir líklega farnir að riðlast úr upprunalegri og teinréttri röðun sinni, en þyngd þeirra og lögun trufla skrið sandsins fram og til baka, máttlítið viðnám sem hlýtur að lúta í lægra haldi fyrr eða síðar.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann