Flokkar

 

Áratugur

Viðsnúningur

Viðsnúningur

Guðjón Ketilsson


  • Ár : 2013
  • Hæð : 140 cm
  • Breidd : 200 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett á Klambratúni. Með verkinu Viðsnúningur hefur Guðjón Ketilsson skapað form sem vísar til húss og snýr þakið upp öðrum megin en niður hinum megin. Myndverkið vekur upp hugrenningar um fyrirbærið camera obscura, frum-myndavélina, sem varpar fyrirmynd á hvolfi upp á vegg inni í myrkvuðum kassa. Verkið á í sérstöku samtali við umhverfið á Klambratúni. Það er vel fallið til leikja því að börn geta skriðið í gegnum það og hreiðrað um sig í því. Lítil göt í efri hluta verksins opna þá sýn upp í himininn að degi til, en í myrkri stafar litlum ljóstýrum út um götin frá lýsingu í botni verksins. Verkefnið var unnið í samráði við íbúa í Hlíðunum og hverfisráð en það varð fyrir valinu í samráðsverkefninu Betra hverfi. Samráðsverkefninu er ætlað að bæta umhverfi og auka möguleika til útivistar, samveru, leikja og afþreyingar í hverfum borgarinnar.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann