Flokkar

 

Áratugur

Demanturinn

Demanturinn

Einar Jónsson


  • Ár : 1974
  • Hæð : 110 cm
  • Breidd : 90 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett við Grund dvalar- og hjúkrunarheimili. Verkið er í eigu Grundar dvalar- og hjúkrunarheimilis. Demanturinn er afsteypa af verkinu Höndin (1904-1905). Árið 1905 á Den Frie Udstilling sýndi Einar verkið fyrst en það var fyrirhugað sem minnismerki um færeyska skáldið og sjálfstæðishetjuna Poul Nolsöe. Einar sagði sjálfur að Höndin ætti að tákna kraftinn og viljann sem lyftir bjarginu. Myndefnið, risastóra hönd sem lyftir steini eða bjargi, ber að skoða í samhengi við þekkt verk í listasögunni, m.a. höggmynd Augustes Rodin, Hönd Guðs (1898). Hjá Rodin verður myndefnið einhvers konar tákn um sköpunina þar sem hendur Guðs skapa mann og konu úr grófu efninu. Í verki Einars er höndin lögð að steininum eða bjarginu án sýnilegra átaka. Hún er tákn fyrir vilja hins sterka einstaklings sem lyftir klettinum og vísar með því móti til sögulegs hlutverks Nolsöes. Höggmyndina átti að setja út á sjó, hún skyldi standa upp úr sjávarfletinum, höndin persónugervingur skáldskaparins steypt í brons en steininn úr rauðu graníti. Einnig gerði Einar vatnslitamyndina Höndin (1904) sem hægt er að finna í Listasafni Einars Jónssonar.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann