Flokkar

 

Áratugur

Mynd af myndhöggvara sem höggmynd (IV)

Mynd af myndhöggvara sem höggmynd (IV)

Hreinn Friðfinnsson


  • Ár : 2014
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Fjöltækni
  • Undirgrein : Myndbandsverk

Í fimm myndbandsverkum Hreins gerir gjörvulegt yfirbragð listamannsins hann að styttu. Myndhöggvarinn, og þá sjálf styttan, framkvæmir, líkt og í Ummyndunum Óvíðs, ýmiskonar hringhreyfingar sem líkaminn teiknar, formar eða skapar. Hann minnir einnig á ósýnilegt þyngdaraflið þar sem hann skoppar á trampólíni eða sveiflast eins og pendúll í rólu. Hér eru að verki bæði þyngd og massi, einnig tregða, eða verkun og gagnverkun en titlar verkanna vísa einmitt í hverfiþunga, þyngdarhröðun, fjaður- og lyftikrafta. Hringmynstur – hvort sem þau birtast við að hekla húfu, í skautaförum á ísnum, taktföstum hreyfingum húlahringsins eða í lestri veðurfrétta frá veðurstöðvum umhverfis Ísland – eru sett í samhengi við stærri sporbauga og fyrirbæri. Þessi mynstur eiga hlutdeild í stóru fyrirbæralögmálunum svo sem hreyfiþunga og hreyfiorku, sem einnig koma fram í sjávarföllunum, sem líkt og sólsetrið sanna snúning jarðar. Þar af leiðir að eitt og sama lögmálið gildir um allt, hvort sem um ræðir skopparakringlur á Jörðu eða plánetur og halastjörnur í geimnum. Hreinn hugsar þessi nýju verk ekki aðeins sem portrett af myndhöggvaranum sem tákn um styttu eða höggmynd heldur einnig sem fyrirmælaverk sem felur í sér öll lögmál miðilsins. Höggmynd getur verið stöðugleikinn í hnotskurn – eitthvað gífurlegt, traust og kyrrt – þó reiðir hann sig á hringhreyfingar, aðdráttarafl og jafnvægi. Með því að sýna líkamann hreyfast á svo marga vegu í tengslum við krafta jarðarinnar vísar Hreinn á sinn ljóræna hátt í þau öfl sem við stjórnumst af, og fjallar þannig um tíma, frumspeki og tvíeðli allra hluta.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann