Flokkar

 

Áratugur

Svanhildur

Svanhildur

Hildur Bjarnadóttir


  • Ár : 1997
  • Hæð : cm
  • Breidd : 200 cm
  • Grein : Textíll
  • Undirgrein : Heklað verk

Hvítar heklaðar dúllur úr fínspunninni bómull með svanina allt í kring leiða hugann að allri þeirri fínlegu handavinnu sem konur hafa fengist við í gegnum tíðina og margar hverjar gera enn. Hver man ekki hvíta heklaða dúka sem báru vitni um þolinmæði og þrautseigju skapara sinna en höfðu ekki annað hlutverk en að vera til skrauts á borði eða sófabrík. Um leið og dúllurnar eru teknar úr því samhengi og settar á stall sem listaverk breytist merkingin, ekki ósvipað og salernisskál dadaistans Marcels Duchamp gerði forðum. Í hringlaga verkinu vísar Hildur einnig til svanarómantíkur 19. aldar sem lifir enn góðu lífi. Uppsnúið handklæði í líki svans á hótelrúmi er táknmynd frjósemi og hver kann ekki ljóð um svanasöng á heiði? Táknmerkingin er margslungin, allt frá álögum og skáldasvönum og hinum deyjandi svani til goðsögunnar um Ledu og svaninn og hins margfræga Svanavatns. Texti frá sýningunni Listþræðir í Listasafni Íslands árið 2020

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann