• en
  • is

Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Ásmundur Sveinsson

Kyndillinn

Ár
1953
Hæð
77 cm
Breidd
23.5 cm
Grein
Skúlptúr
Undirgrein
Málmskúlptúr

Ásmundur skóp verkið Kyndillinn í Reykjavík árið 1953 og er það unnið í brons. Þetta er eitt af fáum verkum Ásmundar þar sem hann vinnur fyrst og fremst með efni, línu og massa. Myndin er teikning í rýmið sem byggist á svörun milli afgerandi lóðréttra forma og ljóðrænnar boglínu sem umkringir rýmið. Það eina sem tengir myndina hlutveruleikanum er nafnið og lóðrétt formið sem stendur líkt og kyndillogi upp í loftið. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða hugmyndir listamaðurinn vildi setja fram í þessu verki. Þó svo að kyndillinn hafi fyrst og fremst biblíulega vísun og merki þá oftast hreinsun (sbr. kyndilmessa, hreinsunarhátíð Maríu, 2. febrúar), þá er öllu líklegra, ef höfð eru í huga hliðstæð verk frá þessum tíma, að Ásmundur hafi viljað túlka nýja tíma, tækniöldina. Kyndillinn táknar því upplýsingu andans og hugvit mannsins.

Fleiri verk eftir sama listamann