• en
  • is

Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Ásmundur Sveinsson

Lífsgeislinn

Ár
1960
Hæð
115 cm
Breidd
cm
Grein
Skúlptúr
Undirgrein
Blönduð tækni

Ásmundur gerði Lífsgeislann í Reykjavík árið 1960 og er verkið unnið í járn, kopar og plexigler. Þetta er óhlutlæg mynd, sett saman úr þríhyrningi, hring og strengjum. Myndin stendur á hringlaga grunni, en upp úr honum vaxa hornalínuform sem bundin eru niður með strengjum, sem hafa að auki það hlutverk að afmarka rúmtak verksins. Í þessu verki leikur listamaðurinn sér með andstæður í formi og efni: Heil, lokuð form andspænis opnun í strengjaverki, og gegnsætt plast gegn myrku járni. Þetta verk sem er teiknað í rýmið er eitt fárra verka Ásmundar sem fyrst og fremst kallar á fagurfræðilega upplifun áhorfandans. „Þetta er nýjasta mynd mín,“ sagði Ásmundur í viðtali við Þjóðviljann, 21. ágúst 1960. „Ég kalla hana Lífsgeislann. Hún er tileinkuð hinum óþekktu höfundum á Íslandi, öllum, sem leituðu fegurðar og andríkis í einhverri mynd. Ég man eftir ömmu gömlu. Hún átti svo mikið skraut. Samt var hún fremur fátæk. Ég hafði hana í huga þegar ég gerði myndina Lífsgeislann. Í allri þessari fátækt vildi fólkið gera eitthvað fallegt, eiga eitthvað fallegt, og hafa eitthvað fallegt fyrir augunum.“

Fleiri verk eftir sama listamann