Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Ásmundur Sveinsson

Tröllkonan (stækkun)

Ár
1948
Hæð
350 cm
Breidd
cm
Grein
Skúlptúr
Undirgrein
Steinskúlptúr

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Tröllkonuna gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1948. Vann listamaðurinn hana fyrst í steinsteypu og hrafntinnu. Myndin var síðan stækkuð árið 1975. Eitt eintak af Tröllkonunni var sett upp í Vestmannaeyjum sama ár. Tröllkonan á sér litla sem enga samsvörun í raunveruleikanum. Þetta er fremur hugsýn listamannsins með ákveðinni skírskotun til náttúrunnar. Tröllkonan er fjall, klettur og hellar. En víst er að íslensk náttúra hefur haft mikil áhrif á myndgerð og formskrift þeirra verka á fimmta áratugnum þar sem listamaðurinn sækir myndefnið í íslenskar sögur og ævintýri. Í Bókinni um Ásmund hefur Ásmundur þetta að segja um tröll og list: „Mér líður illa, ef ég sé listamenn teikna natúralistisk tröll. Tröll minna mig alltaf á fjöll. Ísland á nóg af tröllum ... Natúralistisk tröll eru ekki til í mínum huga. En þetta segi ég bara við sjálfan mig. Aðrir verða að sjá sínar sýnir.“

Fleiri verk eftir sama listamann