Ásmundur Sveinsson
Tónar hafsins (stækkun)- Ár
- 1950
- Hæð
- 400 cm
- Breidd
- cm
- Grein
- Skúlptúr
- Undirgrein
- Steinskúlptúr
Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Þessa mynd gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1950. Var hún fyrst unnin í gifs en síðan útfærð í tré. Árið 1968 stækkaði Ásmundur verkið áttfalt. Áhorfandinn greinir höfuð, hendur og fætur. Líkaminn er samsettur úr mjúkum og ávölum línum og myndbyggingin er í miklu jafnvægi. Í heild sinni er þetta óður til hafsins þar sem strengirnir tákna lífið í undirdjúpunum, forsenduna fyrir byggð í þessu landi. „Ég kalla hana Tóna hafsins,“ sagði listamaðurinn í samtali við Matthías Johannessen í Bókinni um Ásmund. „Ég gerði brjóstin á henni eins og bát ... Og fæturnir vaxa af öldunni, sem breytist í læri. Öldur allt saman. Og höndin heldur um strengina. Tónar hafsins. En við getum alveg eins sagt: Líf þjóðarinnar á þessari eyju. Aldrei hefur verið nauðsynlegra að minna á það en nú. Ef við glötum hafinu, verður ólíft hér. Öll list á að efla manninn í baráttu hans, brýna hann til átaka.“
Veistu meira? Líka viðFleiri verk eftir sama listamann
-
Ásmundur Sveinsson
Járnsmiðurinn
-
Ásmundur Sveinsson
Öldugjálfur
-
Ásmundur Sveinsson
mið t.h.
-
Ásmundur Sveinsson
Án titils (handrið í Melaskóla)
-
Ásmundur Sveinsson
Nafnlaust (Abstraction með gleri)
-
Ásmundur Sveinsson
Venus
-
Ásmundur Sveinsson
Án titils
-
Ásmundur Sveinsson
Nótt í París
Myndina gerði Ásmundur í París veturinn 1927 þegar hann var með vinnustofu við Constansgötu 11 í Montmartre-hverfinu. Verkið sýnir mann og konu sitjandi á bekk. Það ríkir mikil kyrrð og jafnvægi í þessari framsæju mynd sem byggist á lóðréttum og láréttum kröftum og sterkri samsvörun við stöðu konunnar og mannsins. Listamaðurinn leggur hér áherslu á massann og hreinar, afgerandi línur sem skilgreina formin. Í þessu verki fjarlægist listamaðurinn beina náttúruvísun og endurbyggir fyrirmyndina með hæverskri hliðsjón af formskrift kúbismans. En gagnstætt því að leysa upp formin, að hætti kúbismans, vill Ásmundur með þessari formrænu einföldun undirstrika þyngdina og massann í verkinu. Slíkur vilji átti síðar eftir að einkenna listsköpun Ásmundar í ríkum mæli. Þessi innhverfa og rómantíska mynd, sem vafalítið er eitt af þekktustu verkum Ásmundar, minnir okkur á ástina í verkum listamannsins, en sjálfur sagði hann um verkið í samtali við Matthías Johannessen í Bókinni um Ásmund: „Ég veit ekki hvað þetta fólk var alltaf að gera þarna á bekkjunum. Ég fór að velta því fyrir mér. Og þá varð þessi mynd til. Þú sérð að það er ekki að gera neitt ljótt.“
-
Ásmundur Sveinsson
Kona með Amor
-
Ásmundur Sveinsson
Án titils
-
Ásmundur Sveinsson
Hrynjið þið glerturnar
-
Ásmundur Sveinsson
Hann kemur til þess skriftlærða
-
Ásmundur Sveinsson
Nafnlaust (eldgos?)
-
Ásmundur Sveinsson
Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku
-
Ásmundur Sveinsson
Geimdreki
Geimdreki Ásmundar og einnig fleiri verk hans með sama inntaki, til dæmis Geimþrá, hafa beina skírskotun til geimferðakapphlaupsins sem var í algleymi á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Rússneska gervitunglið Spútnik var sent út í geiminn haustið 1957. Nokkrum mánuðum síðar skutu Sovétmenn upp gervihnettinum Spútnik II með tíkina Laiku innanborðs. Þessir atburðir vöktu gríðarlega athygli almennings og þeir speglast í verkum Ásmundar. „Geimdrekinn er úr járni með glenntum kjafti og hvítum vígtönnum, en lítilli tunglkúlu hið efra. „Þegar bandarísku geimfararnir komu hingað í vor, áður en þeir fóru til tunglsins“ sagði Ásmundur, „sýndi ég þeim þessa mynd og benti á skoltinn: „Þarna eru hætturnar á leiðinni til tunglsins,“ sagði ég. „Já, sögðu þeir, þú ferð þessa leið til tunglsins, en við verðum að fara þangað á annan hátt.“ Sem betur fer lentu þeir ekki í skoltinum““