Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Ásmundur Sveinsson

Gólfþvottur

Ár
1950
Hæð
51 cm
Breidd
40 cm
Grein
Skúlptúr
Undirgrein
Málmskúlptúr

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Myndina Gólfþvottur gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1950 og hefur hún einnig gengið undir nafninu Ráðskonan. Myndin sýnir sitjandi kvenfígúru við gólfþvott. Verkið stangast um margt á við þróunarferil listamannsins. Inntak myndarinnar tengist atvinnulífsmyndum Ásmundar frá fjórða áratugnum og hvað formið varðar minnir hún á þau verk Ásmundar í lok fjórða áratugarins þar sem hann skrumskælir hina hefðbundnu skólasýn. Hér teygir listamaðurinn á venjubundinni anatómíu og riðlar hlutföllum. Þessi myndsýn Ásmundar minnir um margt á formskrift súrrealismans. Líkt og í fleiri myndum listamannsins er verkið í miklu jafnvægi: Samhverfar hendur koma þvert á samhverfa fætur konunnar, en vindingur líkamans gefur í skyn hreyfingu við þvottinn. Í þessu verki undirstrika formin greinilega inntak verksins. Hendur og axlir eru stórar og þrútnar og lýsa þjáningu erfiðisins.

Fleiri verk eftir sama listamann