• en
  • is

Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Erró

The Key for the Sympathetic Nerve System / Lykill að sjálfvirka taugakerfinu

Ár
1961
Hæð
200 cm
Breidd
300 cm
Grein
Málverk
Undirgrein
Lakkmálverk

Í þessu verki er vísunin í ósjálfráða taugakerfið fólgin í fjölmörgum samanfléttuðum, dansandi formum sem mynda gríðarmikið titrandi svæði og flest hafa formin mennskt svipmót. Þegar Erró vann að þessu málverki sagðist hann hafa „sankað að sér gríðarlegum fjölda læknisfræðilegra mynda, líffæraspjalda, skurðlæknarita en allt þetta fékk ég hjá þýskum vini mínum sem hafði erft þetta eftir föður sinn sem var læknir. Þarna voru falleg myndþrykk í svörtum og rauðum lit.“ Erró sótti síðan innblástur í þessar myndir þegar hann dró upp myndbygginguna en á grundvelli hennar málaði hann síðan nokkurs konar súrrealísk-expressjóníska landslagsmynd. Eftir á að hyggja á þessi mynd heima í flokki víðáttumynda („scape“-mynda) Errós en það er hugtak varð til árið 1964 og er notað yfir málverk þar sem óhemjulegur fjöldi sams konar hluta myndar nokkurs konar breiðtjaldslandslag á myndfletinum. Árið 1985 fékk þessi mynd nýtt nafn: Taugavíðátta, Nervescape.

Fleiri verk eftir sama listamann