• en
  • is

Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Erró

Portraits d'Expressionnistes

Ár
1992
Hæð
220 cm
Breidd
490 cm
Grein
Málverk
Undirgrein
Lakkmálverk

Málverkið er hluti af myndasyrpu Errós, Listasagan, þar sem hann skeytir saman brotum úr verkum þekktra listamanna módernismans (Picasso, Miró, Matisse o.fl.) í anda víðáttumynda („scape“). Ólíkt öðrum verkum í sömu seríu, safnar hann í þessu málverki saman portrettum af listamönnum sem tengjast sömu liststefnu, verkum eftir þýska expressjónista à borð við Bechmann, Dix, Felixmüller, Grosz, Kirchner, Kokoschka, Schiele o.fl. Allt hráefnið í myndina fann Erró í bók Frands Withford, Expressionist Portrait (1987), sem hann keypti á þýsku listasafni. Myndbyggingin hvílir á eins konar sveifluformi, „járnneti“ – teiknað með tölvu – sem heldur saman öllum myndunum með mikilli bylgjuhreyfingu. Það er eins og netið hafi veitt allar þessar myndir fortíðarinnar upp úr fljóti minninganna og sýni þær nú á yfirborði myndflatarsins.

Fleiri verk eftir sama listamann