• en
  • is

Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Erró

Allende -Topino-Lebrun (version 2)

Ár
1974-1992
Hæð
220 cm
Breidd
330 cm
Grein
Málverk
Undirgrein
Lakkmálverk

Með þessu pólitíska málverki brást Erró við tillögu Alains Jouffroy að heiðra minningu málarans Topino-Lebrun sem málaði mynd af Dauða Cajusar Grakkusar Babeuf árið 1797, eins af frumkvöðlum sósíalismans. Napoleon Bonaparte lét hálshöggva málarann árið 1801 fyrir upplognar sakir um tilræði við sig. Harmræn endalok Topino-Lebrun varð Erró innblástur og tenging við nýliðna atburði – dauða sósíalistans og forsetans Salvadors Allende í valdaráni hersins í Síle árið 1973. Erró notar rýtinginn og öxina úr málverki Topino-Lebrun og til að treysta bakgrunn myndbyggingarinnar býr hann til fjarvídd úr súlnagöngum sem ættuð eru frá Hans Vredeman de Vries. Að öðru leyti notar hann myndir héðan og þaðan, myndir úr hversdagsleikanum, teiknimyndir, áróðursveggspjöld og teikningar úr blöðum.

Fleiri verk eftir sama listamann