Flokkar

 

Áratugur

Ingólfur Arnarson

Ingólfur Arnarson

Einar Jónsson


  • Ár : 1923
  • Hæð : 430 cm
  • Breidd : 90 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett á Arnarhóli. Verkið er í eigu ríkisins. Eitt helsta kennileiti Reykjavíkur er styttan af landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Styttan sýnir mann í herklæðum sem stendur við öndvegisbrík, prýdda drekahöfði, og heldur um reistan atgeir. Hún var afhjúpuð þann 24. febrúar 1924. Styttan sem er úr bronsi var reist af Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík og kostaði 40 þúsund krónur sem töldust þá miklir fjármunir. Minnisvarðinn átti sér langan aðdraganda en grunnhugmyndina gerði Einar síðla árs 1902-1903 þegar hann mótaði litla styttu af Ingólfi. Hann hélt áfram að vinna að henni næstu ár og sýndi hana á sýningu De Frie Billedhuggere í Kaupmannahöfn vorið 1906. Að lokum var Einar fenginn til að búa til styttu af landnámsmanninum en fjársöfnunin gekk ekki sem skyldi. Árin liðu og það var ekki fyrr en 1924 að bronsstyttan var afhjúpuð. Í upphafi vildi Einar að lágmyndir væru á öllum hliðum fótstalls styttunnar með titlunum Flótti guðanna til Íslands fjalla, Ragnarökkur, Nornir og Ingólfshaugur. Þar var Einar að vísa í hugmyndir sínar um landnámið í táknrænum búningi en menn skildu ekki lágmyndirnar og vildu þær burt og varð það niðurstaðan.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann