Flokkar

 

Áratugur

Hraun

Hraun

Lipsi, Morice


  • Ár : 1936
  • Hæð : 200 cm
  • Breidd : 40 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Steinskúlptúr

Verkið er staðsett á Klambratúni. Hraun er um tveggja metra hár steinskúlptúr eftir pólsk-franska listamanninn Lipsi. Verkið er hleðsla sex hraunsteina sem mynda saman tígulega súlu en snertast þó aðeins lauslega, að því er virðist. Skúlptúrinn var gjöf Francois Mitterand, þáverandi Frakklandsforseta, til þjóðarinnar árið 1983. Menningarmálaráðherra Frakka á þeim tíma, Jack Lang, sagði verkið vera gjöf til íslensku þjóðarinnar sem væri vitnisburður um menningaráhrif Frakka. Verkið stóð fyrst á Hagatorgi við Hótel Sögu en var komið fyrir á Klambratúni árið 2002. Lipsi var virtur myndhöggvari á umbrotatímum á meginlandi Evrópu og heillaðist fyrst og fremst af þeim efnivið sem hann notaðist við hverju sinni.Verk hans Hraun er fyrst og fremst óður til efnisins. Fyrir utan steinverk hans vann Lipsi einnig með timbur og fílabein.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann