• en
  • is

Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Jóhannes S. Kjarval

Krítík

Ár
1946-7
Hæð
213 cm
Breidd
402 cm
Grein
Málverk
Undirgrein
Olíumálverk

Í Krítik má greina skarpar andstæður. Maðurinn er mótaður eftir ströngustu reglum anatómíunnar, enda teiknaður eftir lifandi fyrirmynd, og stingur í stúf við aðrar fígúrur verksins sem eru tvívíðar, teiknaðar með hvítum útlínum. Húð mannsins er dökk og hraunkennd sem gerir hann enn framandlegri, eins og hann hafi villst inn í draumkennda óreiðu þar sem allt er á hreyfingu. Hvíta veran sveiflar svipunni, parið dansar og verurnar með spjótin stika áfram, teningurinn snýst í loftinu, fiskurinn spriklar í hendi mannsins sem samtímis virðist eiga fullt í fangi með að hindra að björgin falli yfir hann. Táknmál verksins er flókið og persónulegt og finna má í því trúarlegar skírskotanir, en grunnstef þess virðast vera tilvistarleg vandamál listamannsins sem á lífsafkomu sína undir listinni en þarf jafnframt að sæta stöðugri gagnrýni á verk sín; svo er að sjá sem þyngd efnisins sé í þann veginn að sliga frelsi andans. Myndin var nokkur ár í smíðum og Kjarval sýndi hana fyrst opinberlega í Listamannaskálanum í október 1954.

Fleiri verk eftir sama listamann