• en
  • is

Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Jóhannes S. Kjarval

Ágústnótt á Þingvöllum

Ár
1935
Hæð
67 cm
Breidd
147 cm
Grein
Málverk
Undirgrein
Olíumálverk

Árið 1929 tók Kjarval þá meðvituðu ákvörðun að leggja megináherslu á að mála landslag útivið. Samtímis valdi hann Þingvelli sem byrjunarreit hins nýja landslagsmálverks. Hann lagði gjarnan leið sína frá Valhöll og suður með Þingvallavatni meðfram Hestgjá og málaði frá því svæði útsýnið til norðurs. Frá þessum svæði málaði hann stóra myndröð sem sýnir Ármannsfell og Skjaldbreið og hefur klettaveggi eða hraundranga Hestgjár í forgrunni. Verkin í þessari myndröð eru ólík innbyrðis hvað varðar stíl og yfirbragð, en sú meginbreyting hefur orðið frá fyrri myndröðum að forgrunnur verkanna fær aukið vægi. Í verkinu Ágústnótt á Þingvöllum er forgrunnur og bakgrunnur í jafnvægi en næturbirtan deyfir útlínur fjallanna og skapar dulúðuga stemningu.

Fleiri verk eftir sama listamann