Jóhannes S. Kjarval
Skjaldmey- Ár
- 1961
- Hæð
- 102 cm
- Breidd
- 152 cm
- Grein
- Málverk
- Undirgrein
- Olíumálverk
Á síðari hluta sjötta áratugarins taka verurnar í fantasíum Kjarvals á sig nýja mynd. Oft má sjá grannvaxnar, hálslangar og höfuðsmáar verur með langa þvengi í stað útlima. Hann þróaði þessa gerð af verum í forvinnu fyrir olíumálverkið Skjaldmeyja sem hann lauk við í desember 1961; teiknaði þá og málaði nokkurn fjölda af skissum sem gefa innsýn í vinnuaðferðir hans. Á olíumálverkinu svífur meyjan, táknmynd fjallsins, fyrir framan Skjaldbreið með sverð í annarri hendi og skjöld í hinni. Líkami hennar er kvenlegur og grannur með langa, liðamótalausa útlimi sem bylgjast og krullast. Útlínur líkamans svo og sverðs og skjaldar eru tvíteknar en það gerir veruna kvika og órólega auk þess sem lofthjúpurinn umhverfis iðar af lífi, því þar er ýmislegt á sveimi.
Veistu meira? Líka viðFleiri verk eftir sama listamann
-
Jóhannes S. Kjarval
Án titils
-
Jóhannes S. Kjarval
Ari
-
Jóhannes S. Kjarval
Regntjöld vorsins
-
Jóhannes S. Kjarval
Esjan í vorleysingum
Verkið Esjan í vorleysingum er óður til umbreytingarkrafts náttúrunnar, mögnuð symfónía blæbrigðaríkra en dempaðra litatóna. Form fjallsins er aukaatriði, formgerð verksins er nánast abstrakt og leiðir hugann að hinum náttúrutengdu abstraktverkum Svavars Guðnasonar. Hér fer Kjarval hamförum, hann gefur okkur enn nýja sýn á landið sem tjáir hugarástand hans og innlifun í náttúruna. Steingerður Guðmundsdóttir rithöfundur heimsótti Kjarval í vinnustofu hans haustið 1957 og sá Esjumyndirna. „Við augum blasir Esjan – eins og listamaðurinn sér hana, og festir á léreftið fimum höndum: klædd hvítum kjól dansar hún við goluna, sem þrýstir léttum kossi á enni hennar – í augsýn himinblámans. […] Að baki myndarinnar býr önnur Esja, gjörólík hinni fyrri, dökk yfirlitum þar sem fjallsbrúnin er eins og frosin músíkk. Það er líkast því að vorið sé í öðru auga listamannsins, en veturinn í hinu.“ Steingerður fékk síðar verkið Esjan í vorleysingu að gjöf frá listamanninum og skömmu fyrir andlát sitt gaf hún Kjarvalssafni verkið til minningar um Kjarval vin sinn.
-
Jóhannes S. Kjarval
Litaspjald
-
Jóhannes S. Kjarval
Hrognkelsi
-
Jóhannes S. Kjarval
Sjálfsmynd
Sjálfsmyndin er máluð skömmu eftir að Kjarval lauk námi við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hún sýnir ungan maður í hvítri skyrtu og ljósri peysu með rauðu mynstri á ólífugrænum bakgrunni. Skarpleitt andlitið er kinnfiskasogið og alvörugefið. Þegar Kjarval var við nám í Kaupmannahöfn, á því skeiði sem heimstyrjöldin fyrri geisaði í Evrópu, átti hann þess kost að kynnast þeim nýju og ögrandi listastefnum sem efstar voru á baugi í Evrópu á stríðsárunum. Svo virðist sem Kjarval hafi haft mestan áhuga á að kynna sér fútúrisma, expressjónisma og kúbisma, en þessar þrjár ólíku liststefnur áttu allar eftir að skipa vegamikinn sess í lífsstarfi hans. Í viðtali sem tekið var við hann í Reykjavík vorið 1922 ræðir hann afstöðu sína til samtímalistarinnar í Danmörku: ”Jeg kynntist listamönnum af öllu tagi, góðum og vondum; jeg mætti nýjum stefnum, sem fóru hliðargötur við hina æðri skóla. Það var hugsað í litum hjá þessu fólki og línum og tónum, sterkt og ríkt eftir manngæðum og frumleika hvers og eins. Stefnurnar komu að sunnan og komust strax á almannafæri. Höfuðsmennirnir voru óhræddir við dóma því að þeir vissu að æðsti dómur er seinastur, sem mannveran ræður ekki við. Þeir höfðu dauðann fyrir baktjald en horfðu inn í ljósið sem var fullt af undarlegum formum og sundurleitum litum. Og þeir smíðuðu myndir og hluti, sem þeir halda að heyri framtíðinni til - ...Einn af þessum mönnum var jeg..”[1] Steingerður Guðmundsdóttir: „Litir vors og vetrar í vinnustofu Kjarvals.” Sunnudagsblaðið 10. nóv. 1957.
-
Jóhannes S. Kjarval
Hestar að hvíla sig (Boðunin)
-
Jóhannes S. Kjarval
Landslag
-
Jóhannes S. Kjarval
Án titils
-
Jóhannes S. Kjarval
Án titils
-
Jóhannes S. Kjarval
Sænskir kvikmyndatökumenn
-
Jóhannes S. Kjarval
Yndislegt er úti vor
-
Jóhannes S. Kjarval
Án titils
-
Jóhannes S. Kjarval
Án titils