• en
  • is

Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum

Nánari leit

Velja má fleiri en eitt skilyrði, eða sleppa þeim alfarið.

Flokkar

 

Áratugur

Jóhannes S. Kjarval

Pegasus og stúlkan

Ár
1953
Hæð
103 cm
Breidd
70 cm
Grein
Málverk
Undirgrein
Olíumálverk

Vængjaður hestur eða skáldafákurinn Pegasus er eitt þeirra minna sem endurtekið koma fyrir í verkum Kjarvals sem hluti myndar eða meginefni, eins og sjá má í verkinu Pegasus og stúlkan frá árinu 1953. Áhugi Kjarvals á þessari táknmynd skáldlegs hugarflugs er í takt við áhuga hans á bókmenntum og skáldskap. Veran sem stendur við hlið vængjaða hestsins er gott dæmi um langar, grannar og þokkafullar verur sem oft koma fyrir í verkum hans frá þessu tímaskeiði. Verkið telst til fantasíumynda Kjarvals, en sagan á bak við þessi verk hefur í fáum tilvikum varðveist, fæstar þeirra eru ársettar og margar voru aldrei sýndar opinberlega. Flestar verurnar sem þar koma fyrir spretta beint úr hugarfylgsnum hans, en það er þó ekki algilt frekar en margt annað í list hans. Í þessum verkum fær sagnaskáldið Kjarval ekki hamið hugmyndaflug sitt og skapar ljóðræn ævintýri sem ólga af lífi og leik

Fleiri verk eftir sama listamann