Flokkar

 

Áratugur

Náttúra II

Náttúra II

Finnur Arnar Arnarson


  • Ár : 2003
  • Hæð : 90 cm
  • Breidd : 260 cm
  • Grein : Innsetning
  • Undirgrein : Blönduð tækni

Í verki sínu skeytir Finnur Arnar saman tveimur vídeóum, þar sem stöðug myndavél fangar valið sjónarhorn nokkra hríð án klippingar. Annað myndskeiðið er uppstillt og sýnir manneskju en hitt er tekið undir berum himni í óröskuðu landslagi. Annars vegar er fylgst með sofandi stúlku og hins vegar horft niður kletta Látrabjargs, þar sem maður sér fljúgandi fugla og haf í bakgrunni. Náttúran sem verkin lýsa virðist flökta á milli ytra landslags og innri vitundar, milli eilífrar hringrásar veraldarinnar og hverfulleika mannsins.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann