Flokkar

 

Áratugur

Mannlýsing (II)

Mannlýsing (II)

Birgir Andrésson


  • Ár : 2004
  • Hæð : 74 cm
  • Breidd : 55 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Litljósmynd

Mannlýsingar Birgis eru sóttar orðrétt í ritaðar heimildir. Hann dró í verkum sínum fram myndræna texta þar sem löngu horfnir einstaklingar koma manni ljóslifandi fyrir sjónir. Þessi textaverk setti hann síðan upp í formi mannamynda og valdi ólíka liti fyrir texta og bakgrunn. Litina byggði Birgir á sérstöku kerfi lita sem hann kallaði „séríslenska“ og spann upp úr litrófi fornmuna sem hann skoðaði á Þjóðminjasafninu. Um leið lék hann sér þá að fáránleika þeirrar hugmyndar að kenna liti eða aðra sammannlega skynjun við þjóðerni.  

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann