Flokkar

 

Áratugur

Lucy

Lucy

Dodda Maggý


  • Ár : 2009
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Innsetning
  • Undirgrein : Myndbandsverk

Dodda Maggý vinnur í verkum sínum ýmist með hljóð eða mynd, enda hefur hún í námi sínu ástundað bæði myndlist og tónlist. Hér tengir hún hvort tveggja saman í innsetningu með því að margfalda eigin söngrödd, sem magnast og dvín í samspili við mynd af listamanninum sem birtist og hverfur. Í myrkvuðu rýminu skynjar sýningargesturinn að röddin sé aðskilin frá hinum eiginlega flytjanda og finnst hún berast hvaðanæva þótt hún sé alltaf úr sama barka. Hljóðið virðist stjórna myndinni frekar en öfugt, að hljóð sé sjálfsagður fylgifiskur myndar.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann