Flokkar

 

Áratugur

Foldagná

Foldagná

Örn Þorsteinsson


  • Ár : 1993
  • Hæð : 210 cm
  • Breidd : 35 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett við Foldaskóla. Verkið er 360 sm hár skúlptúr á stöpli. Fold merkir jörð og orðið gná er hægt að túlka sem kona. Foldagná er því hægt að túlka sem móður náttúru sem gnæfir yfir og rís hátt, í þessu tilfelli hátt yfir nærliggjandi byggð. Þrátt fyrir hart og óþjálft efni er súlan í senn bæði hörð og mjúk. Skúlptúrinn er hefðbundinn að því leyti að listamaðurinn er „að fást við formin“ eins og hann orðar það sjálfur. „Ég tek að mér að draga fram í dagsljósið myndir faldnar í ákveðnu efni,“ og í tilfelli Foldagnár er efnið málmur. Miðbik verksins er vafningur sem er mjúkur að sjá, ólíkt efniviðnum, og allt að því brothættur. Áhorfandinn fær á tilfinninguna að þrátt fyrir styrk efnisins hafi listamaðurinn náð að kalla fram mýkt og sveigju.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann