Flokkar

 

Áratugur

Jarðeldur

Jarðeldur

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1960
  • Hæð : 66 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið Jarðeldur gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1960. Það er eitt af fáum verkum listamannsins sem hefur litla sem enga hlutlæga vísun í raunveruleikann. Myndin er sett saman úr tveimur aðgreindum formum: ferhyrningi og óreglulegu formi með pinnum. Ef við lítum aðeins formrænt á verkið má merkja þekktar andstæður, kyrrstöðu og hörku í hinum geómetríska ferhyrningi og mjúka sífellda hreyfingu í því óreglulega. En í raun er verkið hlaðið táknrænni merkingu og með tilvísun í önnur verk listamannsins getum við dregið þá ályktun að ferhyrningurinn tákni manninn og hið óreglulega form hraun eða jarðeld. Myndin Jarðeldur er vafalítið eitt af fegurstu abstraktverkum Ásmundar.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann