Flokkar

 

Áratugur

Farteski I

Farteski I

Borghildur Óskarsdóttir


  • Ár : 1993
  • Hæð : 110 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Blönduð tækni

Borghildur nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðan við Edinburgh College of Art í upphafi sjöunda áratugarins en hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1983 í Ásmundarsal í Reykjavík. Þar og á næstu sýningum sínum tefldi hún fram verkum þar sem hún nýtti saman leir og gler, og jafnvel náttúrulega steina. Leir og gler voru lengi helstu viðfangsefni Borghildar og verkin urðu sífellt stærri og óhlutbundnara form. Um miðjan tíunda áratuginn fór hún að fikra sig æ nær hugmyndalist og beita fjölbreyttara efni, jafnvel ljósmyndun. Á löngum myndlistarferli sínum hefur Borghildur haldið einkasýningar, m.a. á Kjarvalsstöðum, Listasafni ASÍ og Listasafninu á Akureyri, en einnig í Kanada. Borghildur hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga og samstarfsverkefna listamanna víða um heim og verk eftir hana prýða opinberar bygginga og eru í eigu fjölda safna. Hún hefur verið sýningarstjóri nokkurra sýninga, þ. á m. yfirlitssýningar á verkum Rósku, og einnig stundað ritstörf.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann