Flokkar

 

Áratugur

Höfuðlausn

Höfuðlausn

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1948
  • Hæð : 66 cm
  • Breidd : 45 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Tréskúlptúr

Höfuðlausn gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1948. Hún á að sýna Egil Skallagrímsson nóttina er hann orti samnefnt lofkvæði til Eiríks blóðaxar. Á myndinni gefur að líta Egil með hörpuna og öxi og kvenfígúru sem tákna á skáldskapargyðjuna. Í raun er þetta sviðsetning – Egill tyllir vinstri fæti á litla þúfu eða stein – þar sem listamaðurinn stefnir saman hugmynd og „veruleika“: Annars vegar Egill, söguleg persóna, og hins vegar allegóría sem táknar ljóðlistina. Hér er um að ræða vísun í Egils sögu án þess þó að listamaðurinn reyni að lýsa viðkomandi persónu. Í viðtali í dagblaðinu Vísi, 5. janúar 1963, hafði Ásmundur þetta að segja um verkið Höfuðlausn: „Hugmynd mín er sú, að ég vil ekki gera mynd af þessum gömlu sagnapersónum, heldur vil ég að hver og einn geri sér sjálfur í hugarlund, hvernig þeir hafi litið út. Það sem ég geri er að skapa eins konar sinfóníu til minningar um þá. Þess vegna eru myndir mínar það abstrakt, að engum sem sér þær geti komið til hugar að þannig hafi Egill litið út.“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann