Flokkar

 

Áratugur

Þingvallabóndinn

Þingvallabóndinn

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1947
  • Hæð : 145 cm
  • Breidd : 123 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Verkið sýnir Þingvallabóndann Jón Guðmundsson á Brúsastöðum (1883-1959). Hann byggði árið 1932 rafstöð við Öxará í þeim tilgangi að raflýsa Hótel Valhöll, en Jón var á þessum tíma eigandi Valhallar. Þar hafði þá verið lítil díselrafstöð í nokkur ár en hún dugði ekki til. Enn má sjá ummerki um virkjunina; stíflu og stöðvarhús, en Brúsastaðarafstöð var ein af stærri einkarafstöðvum landsins á sinni tíð. Hún var lögð af árið 1946. Augljóst er af portrettmynd Kjarvals að honum hefur þótt Jón býsna gustmikill, nánast eins og náttúrukraftur í jakkafötum.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann