Flokkar

 

Áratugur

Geimdreki

Geimdreki

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1957
  • Hæð : 200 cm
  • Breidd : 90 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Geimdreki Ásmundar og einnig fleiri verk hans með sama inntaki, til dæmis Geimþrá, hafa beina skírskotun til geimferðakapphlaupsins sem var í algleymi á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Rússneska gervitunglið Spútnik var sent út í geiminn haustið 1957. Nokkrum mánuðum síðar skutu Sovétmenn upp gervihnettinum Spútnik II með tíkina Laiku innanborðs. Þessir atburðir vöktu gríðarlega athygli almennings og þeir speglast í verkum Ásmundar. „Geimdrekinn er úr járni með glenntum kjafti og hvítum vígtönnum, en lítilli tunglkúlu hið efra. „Þegar bandarísku geimfararnir komu hingað í vor, áður en þeir fóru til tunglsins“ sagði Ásmundur, „sýndi ég þeim þessa mynd og benti á skoltinn: „Þarna eru hætturnar á leiðinni til tunglsins,“ sagði ég. „Já, sögðu þeir, þú ferð þessa leið til tunglsins, en við verðum að fara þangað á annan hátt.“ Sem betur fer lentu þeir ekki í skoltinum““

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann