Flokkar

 

Áratugur

Safneign


Listamenn í stafrófsröð

Í almennri safneign Listasafns Reykjavíkur eru rúmlega 4000 verk eftir um 640 listamenn. Safnið hefur orðið til með kaupum Reykjavíkurborgar og stórmannlegum gjöfum einstaklinga. Frá miðri síðustu öld söfnuðu ýmsar stofnanir borgarinnar listaverkum á eigin vegum en með stofnun Kjarvalsstaða 1973 komst formlegri skipan á söfnunina. Flest eru verkin eftir íslenska listamenn og í safninu er að finna mörg af þekktustu verkum íslenskrar myndlistar.

Auk almennu safneignarinnar hefur Listasafn Reykjavíkur yfir að ráða sérsöfnum Errós, Kjarvals og Ásmundar Sveinssonar auk listaverka í almenningsrými borgarinnar.


Hér má finna nokkur valin verk úr almennri safneign Listasafns Reykjavíkur.