Flokkar

 

Áratugur

Sonatorrek

Sonatorrek

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1948
  • Hæð : 75 cm
  • Breidd : 70 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Steinskúlptúr

Egill Skallagrímsson varð að sjá á bak tveimur sonum sínum í dauðann og var harmur hans þungur. Það er því varla tilviljun að Ásmundur velur sér kvæði Egils, Sonatorrek, að viðfangsefni árið 1948, ári eftir að dóttir hans fórst í bílslysi. Verk Ásmundar sýnir þá stund þegar Þorgerður dóttir Egils réttir honum ljóðahörpuna og hvetur hann til að yrkja sig frá sorginni. Á sama hátt má leiða að því getur að yngri dóttir Ásmundar og listsköpun hans hafi verið honum sú huggun sem gerði honum kleift að sigrast á sorginni. Í Sonatorreki Ásmundar er því í senn að finna víðfrægt bókmenntaminni og djúpa skírskotun til eigin reynslu.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann