Flokkar

 

Áratugur

Ljóðið um rokkinn

Ljóðið um rokkinn

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1962
  • Hæð : 65 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett í Höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Vinnandi fólk var Ásmundi hugleikið sem myndefni. Hér vinnur hann verk um rokkinn sem kvenmenn sátu tímunum saman við og spunnu lopann. Þegar rokkurinn er stiginn heyrðist súrr í hjólinu, sem hefur verið sem undirtónn í baðstofunni. Form rokksins og hljóðið gæti staðið sem tákn fyrir tímans hjól. Stækkun verksins, sem Ásmundur vann sjálfur að, var flutt að Laugum í Þingeyjarsýslu. Á 6. og 7. áratugnum var málmur helsti efniviður Ásmundar. Stíllinn varð óhlutlægur, þótt oft sé hægt að sjá móta fyrir hlutum í verkunum (hlutgerving). Rýmið innan myndanna er stór hluti þeirra, og enn eykst á léttleikann svo að stundum liggur við að verkin svífi í burtu. Formið varð hvassara og stundum rúmfræðilegt (hringir og beinar línur), sérstaklega þegar notað var járn.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann