Flokkar

 

Áratugur

Tröllkonan (stækkun)

Tröllkonan (stækkun)

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1948
  • Hæð : 350 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Steinskúlptúr

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Tröllkonuna gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1948. Vann listamaðurinn hana fyrst í steinsteypu og hrafntinnu. Myndin var síðan stækkuð árið 1975. Eitt eintak af Tröllkonunni var sett upp í Vestmannaeyjum sama ár. Tröllkonan á sér litla sem enga samsvörun í raunveruleikanum. Þetta er fremur hugsýn listamannsins með ákveðinni skírskotun til náttúrunnar. Tröllkonan er fjall, klettur og hellar. En víst er að íslensk náttúra hefur haft mikil áhrif á myndgerð og formskrift þeirra verka á fimmta áratugnum þar sem listamaðurinn sækir myndefnið í íslenskar sögur og ævintýri. Í Bókinni um Ásmund hefur Ásmundur þetta að segja um tröll og list: „Mér líður illa, ef ég sé listamenn teikna natúralistisk tröll. Tröll minna mig alltaf á fjöll. Ísland á nóg af tröllum ... Natúralistisk tröll eru ekki til í mínum huga. En þetta segi ég bara við sjálfan mig. Aðrir verða að sjá sínar sýnir.“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann