Flokkar

 

Áratugur

Kraftur konunnar

Kraftur konunnar

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1967
  • Hæð : 185 cm
  • Breidd : 185 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett við Hagatorg. Verkið stóð fyrst í garðinum við Ásmundarsafn í Sigtúni. Því var komið fyrir á Hagatorgi í október 2014. Kraftur konunnar stendur á þeim stað þar sem Tónlistarmaðurinn eftir Ólöfu Pálsdóttur stóð áður en honum var komið fyrir fyrir utan tónlistarhúsið Hörpu síðsumars 2014. Um miðjan fimmta áratug síðustu aldar hóf Ásmundur að vinna tilraunir með abstrakt í verkum sínum og næstu tvo áratugi þróaði hann abstraktskúlptúra sína. Hann hóf að smíða verk úr járni og stáli og sauð saman málma og aðra hluti sem hann safnaði og notaði lítt eða ekki breytta. Kraftur konunnar er einkennandi fyrir abstraktverkin sem Ásmundur vann á þessum tíma.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann