Tónagyðjan
Ásmundur Sveinsson
- Ár : 1926
- Hæð : 43 cm
- Breidd : cm
- Grein : Skúlptúr
- Undirgrein : Málmskúlptúr
Veturinn 1925-26 vann Ásmundur við uppsetningu á verkum í tónlistarhúsinu í Stokkhólmi. Vinnan varð honum innblástur að verkinu Tónagyðjan. Svona lýsir Ásmundur verkinu: „…ég hefi gert nýlega eina skissu í leir, það er hljómlistargyðjan. Það er meyjarkroppur að framan en ljón að aftan. Hún hleypur í loftinu með hljóðfæri, strengirnir eru vatnsbunur og hún spilar á þær. Ljónið á að fyrirstilla það grófasta og sterkasta í hljómlistinni en konan það fínasta…“
Veistu meira? Líka við Mitt safn