Flokkar

 

Áratugur

Þvottakonur

Þvottakonur

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1936
  • Hæð : 37 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Þessa mynd gerði Ásmundur þegar hann gerði hlé á húsbyggingu sinni við Freyjugötu í Reykjavík og dvaldi um hríð í Kaupmannahöfn 1936–37. Myndin var stækkuð að hluta til – konan við balann – veturinn 1938–39. Reykjavíkurborg keypti afsteypu af Þvottakonunni árið 1958 og lét setja hana upp við Þvottalaugarnar í Laugardal Miðað við natúralíska myndgerð þá hafa þessar sterku og ummynduðu konur aðeins fjarlæga vísun í raunveruleikann, djúpt í minni listamannsins. Í viðtali í Vísi, 19. október 1939, ræðir Ásmundur aðeins um aðra þvottakonuna og segir: „Það var fyrir tveimur árum úti í Kaupmannahöfn. Þar gerði eg frumsmíðina að líkneskinu, og þar hefi eg mótað íslenskan svip eins og ég minntist hans úr sveitinni heima. Þá var hitaveitumálið hvað mest á döfinni og í sambandi við það datt mér í hug þvottakonurnar frá Laugunum, sem bar svo mikið á er eg fyrst kom til Reykjavíkur, og þá samtímis datt mér í hug hvort ekki myndi vera hægt að sameina höggmynd, heitt vatn og gufu. Þegar hitaveitan er komin í bæinn langar mig til að leiða heitt vatn að Þvottakonunni og í balann og búa þannig til gosbrunn. Eg býst við að það gæti farið vel á því t.d. í köldu veðri, að láta gufuna leika um líkneskið og þá tel eg að hún sé komin í sitt rétta umhverfi. Gæti hún þá um leið verið til minningar um hinar gömlu og góðu þvottakonur, sem fóru í Laugarnar, með því að væntanlega er sá þáttur í reykvísku lífi úr sögunni, þegar hitaveitan er komin í hvert hús.“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann