Flokkar

 

Áratugur

New Jersey

New Jersey

Erró


  • Ár : 1979
  • Hæð : 90 cm
  • Breidd : 99 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

„Maó fór ekki nema einu sinni út fyrir landamæri Kína, þá var hann mjög ungur og ferðinni var heitið á þing Kommúnistaflokksins í Moskvu. Ég hef gert honum kleift að fara út um allan heim í sýndarveruleikanum,“ útskýrir Erró. Í syrpunni Kínversk málverk ímyndar listamaðurinn sér einmitt Maó formann og félaga hans á mikilli sigurför um helstu borgir og táknræna staði Vesturlanda: Maó í Feneyjum, í París, London, Berlín, Washington, Maó í New Jersey... Þessi útgáfa Errós af Göngunni miklu est kaldhæðnisleg vísun í hreyfingu maóista sem flæddi yfir heim vestrænna lista- og menntamanna eftir atburðina í maí 1968. En með því að tengja saman áróðursmyndir Kínverja og túristamyndir kapítalískra Vesturlanda afhjúpar listamaðurinn hvað þessar myndir eru blekkjandi. Hinar brosmildu, sléttu og felldu amerísku og evrópsku staðalmyndir eru alveg eins og samsvarandi myndir frá kommúnistaríkjunum. Með því að stilla þessum myndum saman kemur listamaðurinn því til skila hvernig myndir eru notaðar til að ráðskast með almenning.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann