Flokkar

 

Áratugur

Bureau de propagande Fucky-Strike (Áróðursskrifstofa Fucky-Strike)

Bureau de propagande Fucky-Strike (Áróðursskrifstofa Fucky-Strike)

Erró


  • Ár : 1959
  • Hæð : 145 cm
  • Breidd : 406 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Lakkmálverk

Málverkið var óvenjulegt á sínum tíma vegna stærðar og uppsetningar og vegna þess að þetta var fyrsta sinn sem Erró notaði fjöldaframleiddar myndir. Ennfremur er það óvenjulegt að hann skeytir saman vélrænum fígúrum og myndefni úr tímaritum. Með því að skipta verkinu í tvo fleka sem mynda rétt horn leikur Erró sér að fjarvídd og spegilmyndun. Verkið er byggt á persónulegri reynslu því að á þessum tíma átti Erró vinkonu sem reykti Lucky Strike og hann þoldi ekki lyktina af reyknum. En gagnrýnin beinist þó fremur gegn neysluþjóðfélaginu almennt og auglýsingaáróðri þess sem ætlað er að umbreyta einstaklingum í „löngunarvélar“ og hvetja þá til samsömunar og eftiröpunar eða, eins og sagt er, til að „apa eftir“.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann