Flokkar

 

Áratugur

Glænýtt frá Bandaríkjunum

Glænýtt frá Bandaríkjunum

Erró


  • Ár : 1958
  • Hæð : 35 cm
  • Breidd : 25 cm
  • Grein : Samklipp
  • Undirgrein : Blönduð tækni

Erró vann þessar fyrstu klippimyndir sínar í Jaffa árið 1958, sem sagt teikni-klippimyndirnar úr syrpunni Afhjúpið eðlisfræðingana, tæmið rannsóknarstofurnar (eða Geislavirkni) sem tengdist baráttu gegn kjarnorku sem súrrealistarnir í París hleyptu af stokkunum. Eins og í öðrum klippimyndum í syrpunni er í myndinni Ferskt frá Bandaríkjunum teflt saman tveimur ólíkum hlutum. Annars vegar er blaðaúrklippa á ensku og gegn henni er teflt fígúru sem er teiknuð hratt og sýnd í spenntri stellingu. Svörtu kínableki er yrjað á pappírinn og það skapar tilfinningu fyrir „geislavirku ryki“. En hvaða merkingu er hægt að lesa út úr þessari „geislavirkni“ sem skelfir persónur klippimyndarinnar? Ætti að lesa þetta bókstaflega, þá myndi auglýsingaslagorðið Ferskt frá Bandaríkjunum vekja þá kaldhæðnislegu hugmynd að þaðan kæmi kjarnorkuárás. Eða er þetta líkingamál sem minnir á þá síendurteknu blessun sem neysluþjóðfélag í stöðugum vexti færir okkur. Gagnrýni og húmor einkennir þessa klippimynd eins og svo ótalmörg önnur verk Errós

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann