Flokkar

 

Áratugur

Geómetrísk matarlyst

Geómetrísk matarlyst

Erró


  • Ár : 1963
  • Hæð : 65 cm
  • Breidd : 100 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Lakkmálverk

Árið 1963 einkenndist af ákafri tilraunastarfsemi Errós. Í verkum sínum dró hann úr og útrýmdi jafnvel alveg öllum vélrænum tilvísunum og sneri sér í staðinn að annars konar myndum. Hann endaði á því að byggja málverk sín eingöngu á fundnu myndefni, eins og í Geómetrísk matarlyst. Þar stillir hann upp ýmsum sögulegum persónum að viðbættum apa sem allar gleypa í sig abstraktmálverk eftir Robert Delaunay, Auguste Herbin, Kazimir Malevich, Olle Bærtling, Richard Mortensen og Jean Dewasne. Fjórum árum eftir The School of New-Par-Yorkis lýsir Erró enn yfir vanþóknun sinni á abstraktmálverkinu og talar fyrir fígúratífri list, en þó fígúratífri list nýrra forma og efnistaka, í takti við samtímann. Þetta var sannfæringin sem lá að baki yfirlýsingunni í Morgunblaðinu 27. nóvember 1963, þremur vikum fyrir fyrstu ferð Errós til Bandaríkjanna: „Ég er þeirrar skoðunar að í listum verði maður að hefja sína eigin „öldu“ eða hreyfingu“ […]. Dagar figuratífrar og og abstrakt listar eru liðnir. Allt hefur verið sagt, allt hefur verið gert, og þessháttar myndir eru orðnar akademískar. Þær ættu að hverfa, og það er einmitt það sem er að gerast.“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann