Jónas Hallgrímsson (1807-1845)
Einar Jónsson
- Ár : 1905
- Hæð : 200 cm
- Breidd : 80 cm
- Grein : Skúlptúr
- Undirgrein : Málmskúlptúr
Verkið er staðsett sunnan við Hljómskálann í Hljómskálagarði. Verkið er eins og nafnið gefur til kynna af stórskáldinu og náttúrufræðingnum Jónasi Hallgrímssyni. Styttan af Jónasi er fyrsta útilistaverkið sem sett var upp eftir íslenskan listamann á Íslandi. Upphaflega átti verkið að standa þar sem Safnahúsið stendur í dag. Þar sem það var hins vegar ekki tilbúið á tilsettum tíma var því komið fyrir á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu árið 1907. Þar stóð það þar til 1947 að því var komið fyrir á núverandi stað sunnan við Hljómskálann í Hljómskálagarði. Einar var aldrei ánægður með verkið en hann var knúinn til þess að gera nákvæma eftirlíkingu af Jónasi af þeim sem borguðu fyrir verkið. Sjálfur vildi hann gera verk sem sýndi hversu mikið Einar dáði skáldið. Styttan er dæmigerð fyrir upphafna minnisvarða frá þessu tímabili og stendur á stórum stöpli.
Veistu meira? Líka við Mitt safn