Flokkar

 

Áratugur

Maður og kona

Maður og kona

Tove Ólafsson


  • Ár : 1948
  • Hæð : 104 cm
  • Breidd : 50 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Steinskúlptúr

Verkið er staðsett í höggmyndagarði kvenna við tjörnina. Verkið er grágrýtismynd sem sýnir pilt og stúlku (eða konu og mann) halda hvort utan um annað. Styttan var upphaflega gefin Þjóðleikhúsinu við opnun þess árið 1950 en henni síðan úthýst og komið fyrir í lokuðum gangi inn af fordyrinu þar sem enginn átti leið um. Nokkur rimma upphófst enda listakonan ekki allskostar sátt við staðarvalið. Endaði mál þetta með þeim hætti að Þjóðleikhúsið skilaði verkinu og var það þá fært borginni til varðveislu. Nú stendur styttan lágstemmd og innileg í höggmyndagarði til minningar um formæður íslenskrar höggmyndalistar, Perlufestinni, hjá japönsku kirsuberjatrjánum í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann