Einar Benediktsson
Ásmundur Sveinsson
- Ár : 1964
- Hæð : 530 cm
- Breidd : 300 cm
- Grein : Skúlptúr
- Undirgrein : Málmskúlptúr
Verkið er staðsett við Höfða. Við Höfða stendur minnisvarði um einn ábúanda Höfða, Einar Benediktsson ljóðskáld (1864-1940). Einar bjó með fjölskyldu sinni í húsinu á árunum 1914 til 1917. Verkinu var hins vegar upphaflega komið fyrir á á Klambratúni 1964 og það er eftir Ásmund Sveinsson. Höggmyndin sýnir skáldið standandi við hörpu, tákn skáldskaparins. Í heild er verkið sex metrar á hæð og vildi Ásmundur sýna að Einar væri stór í öllu, hann gæti ekki hugsað smátt. Einar átti merkan lífsferil, var ævintýramaður og sennilega hvað víðförlastur sinna samtíðarmanna og dvaldi langdvölum erlendis. Hann var virt skáld og gaf út fimm ljóðabækur. Hann gaf út fyrsta dagblaðið á Íslandi sem hann kallaði Dagskrá og var ritstjóri blaðsins. Hann hafði sterka félagslega samkennd og vildi lyfta þjóð sinni til mennta og betri vegar. Útgáfufélagið Bragi kostaði gerð myndarinnar og gaf borgarbúum árið 1964. Árið 2014 samþykkti borgarráð áskorun frá áhugahópi sem fannst að skáldinu yrði sýndur meiri sómi með því að koma verkinu fyrir í nágrenni Höfða og var það flutt 2015.
Veistu meira? Líka við Mitt safn