Hannes Hafstein
Einar Jónsson
- Ár : 1928
- Hæð : 215 cm
- Breidd : 80 cm
- Grein : Skúlptúr
- Undirgrein : Málmskúlptúr
Verkið er staðsett við Stjórnarráð Íslands. Verkið er í eigu ríkisins. Þegar listamaðurinn Einar Jónsson kom fyrst til Reykjavíkur var ein stór stytta á almannafæri í Reykjavík, sjálfsmynd Bertels Thorvaldsens sem stóð á miðjum Austurvelli. Það kom þannig í hlut Einars að móta styttur af mönnum sem þóttu hafa markað spor í sögu landsins, á fyrstu áratugum 20. aldar, og ber að líta á þau verkefni sem vitnisburð um ríkjandi þjóðernismiðaða orðræðu á Íslandi á þeim tíma. Höggmynd Einars af Hannesi Hafstein (1931), fyrsta íslenska ráðherranum var sannarlega í þeim anda. Hannes stendur hnarreistur á háum stalli vinstra megin fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu og horfir út yfir Reykjavíkurhöfn. Höggmyndin kallast á við höggmynd Einars af Kristjáni IX. Danakonungi sem stendur á sams konar stalli, hægra megin við innganginn að Stjórnarráðshúsinu.
Veistu meira? Líka við Mitt safn