Verkið er staðsett við Grund dvalar- og hjúkrunarheimili. Verkið er í eigu Grundar dvalar- og hjúkrunarheimilis. Verk Einars eru oft upphafin og táknræn. Í höggmyndinni Bæn má sjá barn að biðja, sem tákn um trúnaðarsamtal við Guð. Höggmyndin virðist einnig fjalla um kærleikann, öryggi og móðurást. Barnið leggur saman hendur og biður bæn á meðan móðirin styður við barn sitt og faðmar það að sér. Verkið má túlka sem óð til sambands móður og barns en ekki síður sem tákn barns um vonir og þrár.
Veistu meira? Líka við Mitt safn
0