Flokkar

 

Áratugur

Áfangar

Áfangar

Serra, Richard


  • Ár : 1990
  • Hæð : 300 cm
  • Breidd : 50 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Steinskúlptúr

Áfangar eftir bandaríska listamanninn Richard Serra er umhverfislistaverk sem leggur undir sig alla Vesturey Viðeyjar og setur sterkan svip á ásýnd hennar og umhverfi. Listaverkið er úr stuðlabergi og vísar þannig til jarðsögu eyjarinnar og undirstrikar um leið órjúfanleg tengsl þess við umhverfi sitt. Áfangar snúast um upplifun okkar og hvernig við ferðumst um og horfum á umhverfið. Verkið er byggt upp á reglum sem listamaðurinn setti sér og kunna að hljóma flóknar (best er að upplifa verkið í eigin persónu því þá skýrir það sig sjálft). Stuðlabergspörum er komið fyrir hringinn í kringum eyjuna, bilið á milli þeirra ræðst af hæðarlínum landsins og þá myndast níu misbreið hlið sem ramma inn útsýnið í ólíkar áttir. Önnur stuðlabergssúlan stendur níu metra yfir sjávarmáli og hin  tíu,  önnur rís fjóra metra frá jörðu og hin þrjá.  Toppur allra súlna er semsagt jafn, eins og sjá má af hæsta punkti eyjunnar sem er átján metrar yfir sjávarmáli. Eins og önnur verk Richard Serra fær umhverfislistaverk hans áhorfendur til þess að hreyfa sig á ákveðinn hátt og upplifa umhverfi sitt í nýju ljósi. Íslenskt heiti þess, Áfangar, er sótt í þekkt ljóð Jóns Helgasonar en á móðurmáli listamannsins er titillinn mun meira lýsandi: Standing Stones – Nine locations – Two Elevations.  Verkið var unnið að frumkvæði Listahátíðar í Reykjavík árið 1990 en það er í vörslu Listasafns Reykjavíkur.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann