Flokkar

 

Áratugur

Minnisvarði um óþekkta embættismanninn

Minnisvarði um óþekkta embættismanninn

Magnús Tómasson


  • Ár : 1993
  • Hæð : 205 cm
  • Breidd : 105 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett fyrir utan Iðnó. Verkið er tveggja metra hár skúlptúr úr bronsi og basalti. Verkið er bæði fígúratívt og abstrakt þar sem efri hluti verksins er hreinlega klöpp en sá neðri eftirlíking af líkama embættismanns í viðeigandi fatnaði, þ.e. jakkafötum með skjalatösku í hönd. Skjalataskan er nú á dögum táknræn fyrir skrifstofumann liðins tíma en verkið er táknmynd sem er í eðli sínu tímalaus. Embættismaðurinn virðist tiltölulega afslappaður, með aðra hönd í vasa, þrátt fyrir að hafa byrðar og ábyrgð heimsins á herðum sér. Hér hefur Magnús leikið sér bæði að ólíkum efnum og efnistökum og útkoman í senn kómísk og áhrifarík. Verkið stóð frá upphafi í garði fyrir aftan Hótel Borg, nánar tiltekið milli Lækjargötu og Pósthússtrætis, en hefur fengið mun sýnilegra heimili fyrir framan Iðnó. Flutningurinn átti sér stað árið 2012 fyrir tilstilli Listasafns Reykjavíkur til að gera verkið sýnilegra og Magnús sagði sjálfur um óþekkta embættismanninn við afhjúpunina fyrir framan Iðnó: „Nú er hann kominn af stallinum og niður á jörðina.“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann