Minnisvarði um Víkurkirkjugarð
Páll Guðmundsson frá Húsafelli
- Ár : 2000
- Hæð : 210 cm
- Breidd : 465 cm
- Grein : Skúlptúr
- Undirgrein : Steinskúlptúr
Verkið er staðsett í Fógetagarðinum. Þann 16. júní árið 2000 afhenti biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson, fyrir hönd skipulagsnefndar kirkjugarða, Reykjavíkurborg minnisvarða um hinn forna Víkurkirkjugarð. Unnið var að uppsetningu minnisvarðans í samráði við menningarmálanefnd, umferðar- og skipulagsnefnd Reykjavíkur, auk embættis garðyrkjustjóra. Verkið stendur á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis en þarna var kirkjugarður Reykvíkinga frá upphafi til 1838 er Hólavallakirkjugarður við Suðurgötu var vígður. Verkið er samsett úr þremur grásteinum sem eru á bilinu 1.72 – 2 metrar á hæð og er raðað saman með u.þ.b. 25 sm millibili. Bakhliðar steinanna eru með náttúrulegri áferð, hliðarnar tilhöggnar og á framhliðum eru lágmyndir höggnar í sagaðan flöt sem vísa til sögu garðsins og kristni á Íslandi.
Veistu meira? Líka við Mitt safn